Oft og mörgum sinnum hefur mig dreymt furðulegan draum. Nei, þeir eru reyndar margir en þeir eru alltaf um það sama, og frænka mín sem er reyndar líka besta vinkona mín, er alltaf í draumunum líka. Það er heldur ekkert langt síðan við uppgvötuðum að hana dreymdi þetta líka. Draumarnir eru nokkurn veginn svona:
Ég og Bylgja (sem er þessi frænka mín) erum fangar inni í stóru, gráu skipi sem liggur í höfninn hérna í bænum. Þarna eru líka fleiri krakkar og enginn virðist vita hvað sé að gerast. Þetta eru allt tveir krakkar frá hverjum stað, líkt og við Bylgja sem erum einu krakkarnir frá bænum okkar. Tilgangur okkar þarna er að komast út, en þeir sem settu okkur þarna, sem eru sennilega eigendur skipsins, vilja alls ekki leyfa okkur að fara. Þetta er alls ekki auðvelt og við sleppum yfirleitt ekki út fyrr en í enda draumsins, stundum sleppum við ekki neitt og stundum erum við alls ekki inni í skipinu heldur að reyna að frelsa hina og koma upp um þetta allt saman, reyna að komast að því hvað þeir eru að hugsa, hvað þeir ætla sér.
Mig dreymdi þennan draum um daginn og það fysta sem ég gerði þegar ég man eftir því var að kveikja á tölvunni og senda Bylgju orðsendingu sem var nokkurnveginn svona: “ mig dreymdi Gráa skipið aftur”.
Hvað getur þessi draumur þýtt? mig dreymir hann svo oft!
Fólk er fífl