í hádeginnu í dag kom ég heim úr skólanum og lagðist á beddan til að hvíla mig.Klukkan svona 10 mínútur í 12 heyrði ég bank(ég bý í tvíbýlishúsi á 2 hæðum) en það var greinilega verið að banka á hurðina hjá okkur,bankið var það greinilegt(ég var ein heima).Ég nennti ekki til dyra og ætlaði að kalla Kom inn en ég reyndi að kalla en ég gat það ekki,það kom ekki orð uppúr mér en einhvernveginn fannst mér að ég yrði að kalla Kom inn.Ég reyndi aftur með sama árángri.Í 3 skipti tókst mér með erfiðleikum að kalla skýrt Kom Inn(svo að manneskjan gæti heyrt).Þá heyrðist mér einhver koma inn og fara úr yfirhöfnini og fara inn í eldhús.Okey ég fer á ganginn að tékka hver þetta er og ENGINN var þar né í eldhúsinu.Þá datt mér í hug að opna dyrnar að íbúðini en einginn þar heldur.Það kom semsagt enginn.Allavega einginn sme ég gat séð.SAMT heyrði ég greinilega að það var bankað og af hverju ætli ég hafi ekki getað kallað í fyrstu 2 skiptin(pæling).OG ÉG VEIT AÐ ÉG VAR EKKI SOFANDI.Hvað segið þið um þetta?Er ég að verða biluð eða hvað?