Ég er búsett í Danmörku núna,Þessi draumur skiptist í tvo kafla.(A) en mig dreymdi að ég væri á Íslandi og væri að taka þátt í fegurðarsamkeppni…en ég vissi ekkert af því fyr en´nokkrum dögum fyrir keppnina…þannig að ég fékk ekkert sömu æfingu og allar hinar. Svo var það eitt kvöldið að við áttum allar að taka videómyndir af okkur og fjölskyldunni og bara okkar hversdagslega lífi..en ég vissi ekkert af því, þannig að ég tók mína mynd klukkutíma áður en keppnin hófst og hún varð alveg hræðileg..fjölskylda mín var þarna en hún var ekki með á myndinni…ég sá aldrei úrslitakvöldið sjálft, þannig að ég veit ekkert hvernig keppnin fór…ég var með minnimáttarkennt nánast allan tíman…mig langaði ekkert að vera þarna…mér fannst þetta bara einn stór misskilningur. ég var ekki þarna til að vinna, þannig að mér var alveg sama þótt ég tæki ekki þátt. Það var eitt nafn sem kom mjög oft fyrir og það var Hildur (Hún var ein af stelpunum sem voru að keppa). Þegar ég var búin að taka þessa vídeómynd stakk ég af….ég fór einhvað upp í sveit, í lítið hús sem var nálægt fjöru og ég var þar með einhverjum strák, ég man bara að hann var ljóshærður.
(B)Ég var aftur á íslandi, ég hafði fengið frí til að fara til íslands. ég var að vinna í gömlu vinnunni minni og mér fannst það alveg meiriháttar að hitta alla aftur…en svo allt í einu fóru allir að fara hver af öðrum, ég spurði afhverju allir væru að fara og þau sögðu, Hulda það eru jól…ooo sagði ég….má ég ´þá ekki líka fara…nei þú lofaðir að þú myndir vinna yfir öll jólin…ég gleimdi semsagt jólunum…Ég vona að einhver geti hjálpað mér að ráða þennan draum… :)