Í nótt dreymdi mig stórfurðulegan draum..
Hann gerðist þar sem ég var að vinna í sumar. Undir húsinu sem ég vann í eru jarðgöng sem eru eldgömul en alveg hægt að fara inní og allt. Venjulega snúa þau í suður en í draumnum sneru þau í austur.
Ég á 3 bræður(2 eldri og einn yngri og komu aðeins þeir eldri við sögu)
Ég var stödd þarna fyrir utan göngin og það var fullt af fólki bæði úr sveitinni minni og eitthvða annað fólk.Það var búið að girða í kringum göngin þannig að enginn komst inn í þau utanfrá og hurðin var opin þannig að það var hægt að sjá inn. Mér var sagt að þessir 2 eldri bræður mínir og 2 vinir þeirra hefðu fundist dánir inni í göngunum(ég ætlaði að fara að kíkja því ég trúði því ekki en komst ekki því að það var strákur látinn standa akkkúrat á eina staðnum sem hægt var að sjá inn í göngin af)Svo fór pabbi inn hinummegin frá og kom svo og sagði að þeir væru allir dánir og enginn skyldi hvernig þeir hefðu komið bílnum þarna inn í göngin(þarna skyldi ég ekki alveg því að göngin eru frekar mjó og allsekki hægt að koma bíl neinsstaðar nálægt þeim, þannig að ég hélt að þeir hefðu dáið í bílslysi.) Þegar pabbi sagði mér þetta fór ég að hágráta, standandi við girðinguna og ég grét og grét(geri ekki mikið af því að gráta svona yfirhöfuð) og ég stóð bara þarna ein, allt fólkið í kringum mig stóð bara og horfði á mig…mér leið ýkt illa(ég er ekki alveg klár á hvort ég grét uppúr svefni, en ég grét allavega nógu mikið)
svo allt í einu var eldri bróðir minn lifandi og hinn ennþá dáinn, þá hélt ég áfram að gráta því að mér fannst óréttlátt að hinn skuli hafa verið ennþá dáinn(hann var sko veikur þegar hann var lítill)
Ég skil ekki alveg þennan draum…sjáið þið einhver merki í þessum draum?? og já eitt enn yfir hluta af göngunum stendur kirkja og undir henni eru grafnir fullt af biskupum og fyrirmennum fyrri alda á Íslandi!