Mig dreymdi fyrir svona 3 dögum að ég væri ófrísk. Ég fæddi dreng og allt var í lagi. Svo var ég að labba og sá heystakk fyrir framan mig. Þá allt í einu fór ég að láta barnið í svartann bakka (svona bakka eins og baunaspírur og þannig matur er látinn í, einskonar plastbakka) og vefja plastfilmu um bakkann og barnið 3-4 umferðir svo að ekkert loftop var. Svo gróf ég smá holu í heyið og lét barnið þar oní og lét hey yfir þar til ekkert sást í það. Ég held að ég ætlaði að stríða því með því að grafa það í heyið. Svo fór ég og gleymdi barninu. Þegar heil nótt var liðin kom ég að heystakknum og mundi þá eftir barninu. Ég flýtti mér að taka heyið frá og tók barnið upp og lét það á jörðina. Hann var enn í bakkanum en ég opnaði hann ekki.
Drengurinn var ljósblár í framan og kríthvítur um allann líkamann. Litlu hendurnar á honum hreyfðust ekki og puttarnir voru beygðir eins og hann hefði viljað náð í eitthvað. Brúnu augun í honum horfðu upp í loftið beint framhjá mér. Í draumnum var þetta ekkert sorglegt en samt lést ég vera sorgmædd og leið því vinkonur mínar voru þarna og endurtóku hvað eftir annað “ó, guð” því hann var dáinn.
Þegar ég vaknaði sá ég hvað þetta var sorglegt og hræðilegt. Ég mundi best eftir augunum í honum og puttunum, það var hræðilegt að hugsa út í það. Þetta er kannski dálítið væmið en ég vil endilega þyggja smá hjálp við að ráða drauminn.
sofið vel…..

katta
Vatn er gott