Hver hefur (ekki) upplifað deja vu?
Fyrir þá sem ekki vita þá er deja vu sú tilfinning að hafa upplifað eitthvað áður eða verið á einhverjum stað áður. Oft er þessi tilfinning þannig að maður veit allt í einu upp á hár hvað næsti maður er að fara að segja/gera og svo hvað næsti maður við hliðina ætlar að segja á eftir. Þessi tilfinning stendur yfirleitt yfir í nokkrar sekúndur.
Ég held að deja vu sé komið úr latínu og það þýðir “þegar séð”.
Lífeðlisfræðin og sálarfræðin hafa reynt að finna skýringar á fyrirbærinu en illa gengið. Ég man að minnsta kosti ekki eftir að hafa séð fullnægjandi skýringar á fyrirbærinu.
Fólk á mjög misgott með að lýsa fyrirbærinu og upplifun þess á því en þeir sem upplifa deja vu yfirhöfuð skilja flestir strax hvað er átt við.
Þegar ég fæ deja vu tilfinningu (af einhverjum ástæðum fæ ég þá tilfinningu oft þessa dagana) fylgir því alltaf dálítill kvíði, mér líður alltaf eins og að ég sé að upplifa einhverja forspá og þá að eitthvað neikvætt/ógnvænlegt sé að fara að gerast. Það hefur samt aldrei gerst. Deja vu hjá mér hefur ekki verið forspá um neitt og ég hef aldrei séð neitt mynstur.(Það er ekkert meira að gerast í lífinu hjá mér þegar deja vu tilfinningar hellast yfir). Bara þessi sterku tilfinningar um fyrri upplifanir. Kannski svolítið eins og skýrir og raunverulegir draumar sem merkja samt ekki neitt?
Kveð ykkur,