Það hefur svo oft komið fyrir mig undanfarið að þegar ég er alveg að sofna, að ég komist í eitthvað “ástand”, sem ég veit ekki alveg hvað á að kalla, einskonar “milliástand” á milli svefns og vöku.
Þetta lýsir sér þannig að ég er ekki viss um hvort ég sé sofandi eða vakandi. Það er eins og heilinn sé vakandi en líkaminn sé sofandi. Ég hugsa með mér “ég verð að hreyfa mig” og ég reyni að tala en ég get það ekki, það er eins og að líkaminn vilji ekki hlýða heilanum. Ég get alveg “stjórnað” hugsununum mínum sem við getum ekki gert í draumi, þannig að ég er viss um að mig er ekki að dreyma. En ég get ekki stjórnað hreyfingunum mínum. Þetta stendur yfirileitt í svona 3-5 mínútur og á endanum vakna ég. Ég er svolítið hrædd á meðan þetta stendur yfir, en þegar ég vakna, sofna ég yfirleitt aftur eins og ekkert sé.
Þetta kom fyrir mig fyrst í fyrra og þá hafði ég aldrei lent í þessu “ástandi” áður og núna er þetta búið að koma oft fyrir mig. Hafið þið lent í einhverju svipuðu? og hvað veldur þessu?