Ég las í einhverri bók að það sé til fyrirbæri sem kallast skýrdreymi eða lucid dreaming. Þá er maður meðvitaður um drauminn og getur stjórnað honum. Það stóð líka að það væri hægt að æfa sig í þessu. Það er hægt að gera með því að t.d. skrifa nákvæmlega allt sem mann dreymdi um leið og maður vaknar og halda því áfram í nokkurn tíma. Auk þess eru svo ákveðnar æfingar stundaðar að degi til, m.a. má bera á sér einhvern ákveðinn texta og taka hann fram og lesa allmörgum sinnum yfir daginn. Að því kemur væntanlega að manni finnst textinn hafa breyst. Það gerist aðeins í draumi-ekki í veruleikanum.

Fyrir þeim sem hefur lært skýrdreymi, tekur síðan að renna upp í miðjum draumi að það sem er að gerast er ekki raunverulegt. Í skýrdreymi kemmst maður í nokkurskonar vímu sem er alveg óskaðleg og er talin búa yfir lækningamætti. M.a, hefur þessi aðferð hjálpað fólki að sigrast á sjúklegum ótta s.s. innilokunarkennd. Sama tækni er notuð til að verjast martröðum og telja vísindamenn að með skýrdreymi geti mænuskaddaðir styrkt samskiptin milli tauga og vöðva og náð einhverri hreyfigetu.

Ég hef sjálfur nokkrum sinnum upplifað skýrdreymi og það er eins og að komast í vímu. Ég gat alveg stjórnað draumnum og gert hvað sem ég vildi. Ég vona að sem flestir geti nýtt sér þessa tækni og upplifað þetta.
No guts, no glory