Mig dreymdi furðulegan draum meðan ég lá á sjúkrahúsi eftir uppskurð. Ekki hef ég minnstu hugmynd um hvað þessi draum gæti þýtt eða táknað með draumráðningum. Samt er maður forvitinn.

Byrjar á því að ég er einhversstaðar út í eyðimörkinni, í venjulegu fötunum mínum. Staddur í littlu þorpi í arabískum stíl, gulmylga yfir öllu. Spásserandi um þorpið og tek eftir lest en það eru engir teinar fyrir lestina til að ferðast á. Ég skoða lestina svolítið og stel henni, fólkið í þorpinu brjálað á eftir mér; á bílum. Ég nota lestina eins venjulegan bíl og “keyri” á engum teinum. Liðið eltir mig nokkuð lengi og við skiptumst á byssukúlum, byssan var í lestinni. Drep nokkra og kemst undan.


Eftir að bruna um eyðimörkina á nýju lestinni minni, er stoppað í þorpi á leiðinni. Þar er hópur konum með slæðum fyrir andlitunum, klæddar í svörtum fötum. Ein af þeim nær athylgi hjá mér, sé ég einungis augun. Mér þykir hún mjög fögur en hún má víst ekki sýna andlit sitt, þá á að drepa hana. Hún kemur með mér úr bænum og í annað sinn er hópur af mjög óánægðum einstaklingum að elta mann. Skotið er á hvorn annan líkt og áður, þar deyja nokkrir. Við náum að fela okkur í smátíma í eyðimörkinni og þá fæ ég að sjá andlit hennar, sem er andlit kærustu vinar míns. Við kyssumst einum kossi og eltingleikurinn heldur áfram. Ég sé teina í eyðimörkinni og ákveð að ferðast á þeim. En þá ná þeir okkur og drepa mig, skjóta mig mörgum sinnum með hríðskotavopni. Stúlkan er ekki drepin.


Allt verður svart og ég verð nokkurs konar áhorfandi, í dimmu herbergi. Þar hengur sama stúlka á hvolfi í fjötrum og það er maður sem stendur fyrir framan hana. Hún segir honum að það megi ekki drepa hana vegna þess að hún mikilvæg. Maðurinn tekur upp hníf og segir við hana að hann ætlar að pynta hana til dauða og enginn vissi hver hún væri, því að hefði falið andlit sitt alla sína ævi. Maðurinn byrjar að pynta hana og ég get ekki hjálpað eða bjargað henni, ég er dauður og ekki til. Samt sé ég og heyri allt sem var gert við hana, sem ég vill ekki fara nánar út í. Þegar hún deyr vakna ég.

Kannski er hægt að sjá eitthvað út úr þessu .. :/

lain.