Veit ekki hvort þetta fellur undir dulspeki…

en hefur það komið fyrir einhvern hérna að hann er t.d. að fara að sofa, allt gengur mjög vel.. nema þú ert bara ekkert þreitt(ur)…

Þú reynir að sofna í smástund, byrjar að láta hugann reika, hættir að taka eftir öllu…..

…þegar allt í einu kemur hrikalegur kippur, þér finnst eins og þú skýst upp í loftið, allir vöðvar spenntir, þú ert í hrikalegu svitabaði, og tekur eftir að þú hefur verið sofandi í 6 tíma, vaknar t.d. kl 5 að morgni, sem hefur aldrei gerst áður. Þú skelfur alveg inn að beinum, þorir ekki að sofna aftur…

..ert bókstaflega skíthræddur um að þetta komi fyrir aftur..

Ég er núna 16 ára, og þetta hefur komið tvisvar fyrir mig. Ég vona að þetta komi ekki aftur, því þetta er ógeðsleg reynsla..

hefur þetta einhverntímann komið fyrir ykkur??