Í nótt dreymdi mig að mamma mín væri ólétt. Sem er mjög skrýtið því hún er komin langt fram yfir barneignaaldur. Seinna í draumnum komst ég að því að hún hefði misst fóstrið og hún var alveg miður sín yfir því. Ég varð líka mjög sorgmædd að sjá hana í því ástandi. Í draumnum hafði ég verið alveg viss um að það hefði verið strákur og talaði um hvað ég hefði verið orðin spennt fyrir að eignast lítinn bróðir, þar sem ég á bara eldri bræður og bara yngri systur.
Þýðir þetta eitthvað sérstakt?