Hæ, vantar smá hjálp við að ráða draum.
það þarf kannski að koma fram að ég er í sambandi með yndislegri stelpu og ég er tvíkynhneigð.

Í draumnum erum ég og kærastan mín að labba niður laugarveginn þegar ég rekst á fyrverandi kærastann minn og dóttur hans. Kærastan mín fer að leika sér við stelpuna og ég og minn fyrrverandi förum að tala saman. Hann segir mér að stelpan sé ekki lifandi og þegar ég sný mér við heldur kærastan mín á beinagrind. Hún lætur hann fá beinagrindina og við höldum áfram niður götuna, þá rekumst við á mömmu mína sem heldur á systkunum mínum (ég á 2 systur og einn bróður sem eru öll yngri en ég) ég segji henni að láta börnin frá sér, og þá byrjar að rigna, ég lít upp og sé að það er komið þrumuveður, þegar ég lít aftur á mömmu mína stendur hún við 3 grafir og ég veit að þetta eru grafir systkina minna. Við höldum áfram niður laugarvegin þegar við komum að kirkju, við löbbum inn er jarðaför í gangi og ég veit að þetta er jarðaför hjá pabba mínum og strák sem ég hef verið á dúlli með. Þá lítur kærastan mín á mér og segir: þetta er allt að enda, þú verður bara að lifa.
This is all I have to say for now