Ég er búin að dreyma undanfarið þrjá ólíka kirkjudrauma.
Fyrsti var þannig að ég var stödd í stórri kirkju uppi á lofti eins og háalofti og ég horfði á milli þiljanna og niðri var messa í gangi. Presturinn var eins og hippi eða jesú eða eitthvað með sítt hár og skegg. ég fylgdist með messunni frá háaloftinu.
Annar draumurinn var þannig að ég mætti til messu en átti að hjálpa prestinum, sem var kona . ég gekk á eftir prestinum inn kirkjugólfið með lítið ofið mynstrað veggteppi sem hékk eins og spjald utan um hálsinn á mér.
Og svo draumur þrjú ég og eitthvað fólk erum á gangi hjá fjalli og eldri maður sem fylgdi mér opnar stórar bogadregnar dyr inn í fjallið og ég fer þar inn ein. þar er ég komin í kirkju ég sé engann prest en í kirkunni situr fullt af framliðnu fólki. og ég fæ mér sæti fyrir framan tvær gamlar konur. Ég fann skrítna lykt af gömlu konunum eins og af reykelsi.
Hjálp hvað merkja þessir draumar er ég feig eða hvað. ég sem fer aldrei í kirkju nema í jarðafarir og bruðkaup eða skírnir..
Er einhver sem getur ráðið í þennan draum fyrrir mig því ég er búin að vera mjög hrædd yfir þessu. sérstaklega yfir þriðja drauminum sem var svoldið creepy.