Sko fyrst kemur útskýring áður en ég segi drauminn: Ég er að fara með Myndlistaskóla Akureyrar í menningarreisu bráðum og þetta dreymdi mig:

Við fórum að skoða listaháskóla Íslands og þar hittum við eina stelpu sem komst inn í grafíska hönnun. Hún leit allan tímann niður og var að klappa litlum sætum kettlingum. Ég settist hjá henni og klappaði þeim líka, en hún leit aldrei á okkur (eins og hún væri orðin snobbuð og yfir okkur hafin). Mér var sama, bara hélt áfram að leika við litlu nýfæddu kettlingana. Margir þeirra skriðu undir sófa sem var nálægt og ég var alltaf að ná í þá. Ég man hvað mig sveið því þeir læstu klónum utan um hendina á mér og kettlingarnir voru þar að auki SVARTIR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!