Ég var að velta því fyrir mér um daginn hvað mann dreymir oft skrýtna drauma…

Ég man eftir mörgum draumum sem mig hefur dreymt og ég var að spá hvort þið vissuð kannski hvað þetta þýðir?

Einn var svoleiðis að ég var stödd úti og var að labba. Ég sá allt í einu sölurekka og þar var verið að selja mannshjörtu. Ég skoðaði þau og fann hjartað sem mér fannst vera úr mér sjálfri. Síðasta sem ég man er að ég var að hugsa um að geyma hjartað mitt í formalíni í lokuðum skáp.

Hvað táknar svona lagað?

Það er langt síðan mig dreymdi þetta en þetta var mjög áhrifaríkt og ég mun seint gleyma þessum draumi.

Annar draumur var þannig að ég hafði sigrað í einhverri keppni. Ég hafði unnið þannig verðlaun að það var komið til mín með hillu með fullt af skópörum og ég mátti velja úr öllum þessum skóm eitt par. Ég man ekki eftir að hafa tekið neitt, en þessir skór voru mjög misjafnir, sumir voru nýlakkaðir ballskór og aðrir útslitnir strigaskór.

Mér datt í hug að þið sem áhuga hafið á dulspeki gætuð kannski eitthvað ráðið í þessa drauma.

Kv.
umsalin