Hvað ætli það þýði að dreyma sama drauminn aftur? Mér finnst það svoldið óhugnalegt.
Mig dreymdi að ég vaknaði í rúminu mínu og gæti ekki dregið andann og ég væri í einhvers konar kasti. Ég gat ekkert hreyft mig eða öskrað og ég hugsaði bara að nú væri ég að deyja. Síðan vaknaði ég upp og þetta var mjög raunverulegt og ég varð hrædd. Seinna í sömu viku dreymdi mig aftur nákvæmlega sama drauminn nema þá fékk ég kippi í hendina og hún fór að slást utan í vegginn og fingurnir brotnuðu og höndin varð alblóðug. Aftur vaknaði ég upp þegar mér fannst ég vera að deyja.
Ætli þetta hafi einhverja merkingu, sérstaklega fyrst mig er að dreyma þetta tvisar?