Mér þykir leitt að vera svona bitchy og smámunasöm að eyða tíma mínum í að gagnrýna eina vesæla könnun og biðst hér með velvirðingar til höfundar… EN…

Mér finnst hún fáránlega upp sett. Fólk trúir kannski að Búddha hafi verið til og fylgir kenningum hans en þar er ekki þar með sagt að það dýrki hann sem guð, sem gerir það að verkum að hann á ekki heima í þessum lista. Maður er Búddhatrúar því maður fylgir kenningum hans EN maður trúir á Nirvana.

Það sama á við um Múhameð. Eins og Búddha var hann aðeins spámaður. Það er ekki til neitt sem heitir Múhameðstrú, heldur Íslam. Og by the way, þá trúa múslimar á sama guð og kristnir menn, nema þeir kalla hann Allah, en ekki Jehóva. Jesús er t.d. spámaður í kóraninum og líka Elijah og allir hinir. Að segja að maður trúi á Múhameð er eins og að segja að hann sé guð.

Þessi Guð sem þú talar um á við um Íslam sem og um kristni. Allah þýðir nefnilega einfaldlega guð. Svo hvaða “guð” ert þú eiginlega að tala um?

Þeir sem trúa á satan/djöfulinn trúa væntanlega líka á hinn kristna guð, þó þeir kjósi að dýrka hann ekki. Satan er kristið hugtak. Fólk kýs bara annað hvort að dýrka Jehóva eða Satan, en það trúir á báða.


Svo hvað í ósköpunum áttu eiginlega við, kæri höfundur?


Réttara hefði verið fyrir þig að spyrja “Hverrar trúar ertu?” og nefna þá djöflatrúar, kristinnar trúar, Íslam, hindúi, búddisti o.s.frv. Fyrirgefðu, þetta fór bara svo í taugarnar á mér.