Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt þessa draugasögu en hún er sönn.

Hún fjallar um einn skála (man ekki hvar hann á að vera staðsettur á landinu) sem er þekktur fyrir draugagang. Margir hafa sagt sögur af óhljóðum og annarskonar látum í þessum skála þ.e brak og brestir og titringur eins og einhver væri að hrista skálann með yfirnáttúrulegu afli. Fáir tóku hinsvegar mark á þessum sögum, en þegar menn sem hafa verið taldir mjög raunsæir fóru að segja sömu sögu var farið að rannsaka skálann. Sú niðurstaða fékkst að þarna var um enga drauga að ræða heldur náttúrulega hluti þ.e skálin stóð á miðri frostsprungu á frerasvæði og þar sem draugasögurnar áttu allar sér stað á vorin (held ég alveg örrugglega) fékkst sú skýring að lætin og titringurinn stafaði af miklum frostsprengingum undir miðjum skálanum og vil ég taka það fram að frostsprengingar geta verið eins háværar og dínamítsprenging og sjást oft á tíðum á skjálftamælum.

Smá dæmi um eðlilega skýringu á annars mjög dularfullum atburði.<br><br>Faith|Crusader
|Q|8
[.50]Gen. Crusade