Dreymdi draum í fyrranótt sem var svolldið skrítinn

Ég og fjölskyldan vorum upp í sveit og í draumnum sá ég mig vakna upp á háalofti einhvernveginn vissi ég að mamma og pabbi væru að fara að ættleiða og að það væri framhaldskólanemi sem væri að læra ljósmyndun. Svo sá maður svona mynd af henni og hún var dökkhærð með tagl í hárinu(engin sem ég þekki)og ég spyr hvers vegna þau séu að ættleiða svona ‘'stóra’' krakka og þá segja þau að það sé vegna þess að þessa krakka vanti stað til að vera á á meðan náminu stendur. Og í draumnum er ég rosa happy loksins að fara að eignast systur en svo frétti ég að mamma og pabbi hafi hætt við og ættleiða í staðin hálfsköllóttan strák með græn augu og gleraugu sem er að læra grasafræði(?) og þá verð ég reið út í þau og finnst ég vera svikin. síðan í draumnum fer ég að sofa (strákurinn kæmi næsta dag) og vakna svo ( í alvörunni)
Og þá veit ég ekkert hvort þetta sé í alvörunni eða ekki
-frekar pirrandi-
síðan spurði ég mömmu og pabba um þetta og þau hlógu bara
=)
en hafið þið lent í að ykkur finnast draumarnir hafa gerst í alvörunni?