Það gerðist dáldið frekar skrítið við mig í morgun.
Ég vaknaði klukkan 7, fór og fékk mér morgunmat og fór svo í tölvuna, startaði nokkrum torrentum og var svo að bíða eftir að þau mundi klárast. Það voru c.a. 10-20 min eftir af öllum torrentum þannig að ég lagðist í sófann minn á meðan ég var að bíða. Svo sofnaði ég. Ég man eftir því að ég var svona einhvernveginn sofandi en samt vakand/vakandi en samt sofandi. Man að ég heyrði hjartsláttinn mjög hægan og ég var að hugsa eitthvað “Núna byrjar mig að dreyma.” Ég fann svona einhvernveiginn fyrir því þegar ég fór í “Dream State” og svo byrjaði mig að dreyma “Lucid” draum. Ég var að ganga á ákveðnum stað rétt hjá þar sem að ég á heima. Ég svona leit á hendurnar og skoðaði þær og fannst þær ekkert smá raunverulegar. Svo tók ég upp blóm og skoðaðo það og fannst það mjög raunverulegt. Svo var svona götuhorn, og þar sem að ég vissi að í “Lucid” draumi ætti maður að geta látið hluti gerast með því að hugsa sterkt um þá og ég hugsaði eins og ég gat um að ákveðin manneskja mundi byrtast þar en ekkert gerðist! Man svo eftir að ég heyrði háar drunur og var ekki viss um hvort að ég væri að dreyma eða hvort að þetta væri í alvörunni þannig að ég ákvað að vakna og þá kom í ljós að þetta var bara vörubíll að keyra framhjá húsinu mínu. Svo sofnaði ég aftur og dreymdi eitthvað sem að ég nenni ekki að skrifa núna og svo vaknaði ég aftur og sofnaði nokkrum sinnum. Ég man alla draumana vel í smáatriðum. Þetta var æðisleg upplifun og ég vona að ég fái að upplifa þetta einhverntímann aftur =D

Ps. Þetta flokkast eiginlega ekki undir draumaráðningar en ég setti þetta hérna vegna þess að þetta tengist draumum.

Bætt við 23. júlí 2009 - 01:23
Ekki búast við að ég svari commentunum ykkar, verð ekki heima næstu 2 vikurnar.