Eftir að hafa séð þetta vídjó þá fór ég að pæla í tengslum trúar og barna. Þetta vidjó er tekið úr mismunandi barnasamkomum í krossinum þar sem börn frá 1 árs aldri eru kerfisbundið heilaþvegin. Já ég nota stór orð eins og heilaþvegin því að þvinga hugmyndum, hvort sem þær eru trúarlegar, pólitískar eða annars eðlis, á börn er ekkert annað en heilaþvottur. Gott dæmi um þetta var hitlersæskan en Hitler og félagar gerðu sér grein fyrir því hversu mikilvægt það var að ná til fólks meðan það var enn í mótun.

Að hafa svona samkomur fyrir börn væri álíka og ef einhver stjórnmálaflokkur myndi byrja með barnastarf. Hvað haldið þið að fólk myndi segja ef Vinstri grænir eða Sjálfstæðisflokkurinn myndi byrja á svipuðu starfi og krossinn heldur úti. Ég held að fólk myndi gjörsamlega ganga af göflunum.

Mér finnst líka fáránlegt þegar börn eru sögð vera “kristin börn” eða “múslimsk börn” í fréttum og eða annarstaðar. Börn hafa ekki þann þroska til þess að mynda sínar eigin skoðanir heldur en herma þau eftir hinum fullorðnum. Að segja að barn sé kristið er álíka og að segja að barn sé sjálfstæðismaður eða styðji vinstri græna. Ef börn hafa ekki þroska til þess að mynda sér skoðanir á efnahagsvandanum eða það hvaða stjórnmálaflokk þau styðja afhverju í ósköpunum ættu þau að hafa þroska til þess að mynda sér trúarskoðun….
Það á ekki að tala um börn sem kristin eða múslimsk heldur en sem börn kristina/íslamskra foreldra.


En hvaða skoðun hafið þið á þessu? Finnst ykkur þessi heilaþvottur í lagi?