Nú er Guðni Reynir Þorbjörnsson eða “álfagaurinn” eins og hann er kallaður farinn að auglýsa sig aftur. Reyndar er það ekki beint hann heldur vinir hans sem halda uppi bloggsíðu um Guðna og bókina hans sem hann skrifaði síðasta sumar um dulrænar reynslur sínar, og þar á meðal söguna um þessar frægu ljósálfamyndir sem hafa vakið vissulega athygli. Auk þess eru þessir vinir hans að halda upp grúppu á facebook sem er tileinkuð Guðna og bókinni hans en þessi grúppa er víst fyrir folk sem hefur áhuga á svona dulrænum málefnum og vill vita meira og ganga lengra í þessum málum.
Sjálfur er ég meðlimur í þessarri grúppu á facebook hjá þeim enda er ég áhugamaður um dulræn málefni. Eftir að hafa lesið bókina hans Guðna um hvernig sambandi hann er í við álfa,drauga og huldufólk hefur áhugi minn aukist ennþá meira og langar mig sjálfum að geta þróað mig áfram til að komast inn í þennan dulræna heim.
Mig langar að vita hafið þið lent í einhverju svipuðu og er kannski mikið algengara að folk lendi í þessu hérna á Íslandi heldur en það gefur uppi?
Ég hefði áhuga á því að vita hvort þið hafið lesið bókina? Hvað ykkur finnst um þetta allt saman og eða hvað ykkur finnst til dæmis um þessar ljósálfamyndir sem eru svona sérstakar, er Guðni að segja satt? Eru þetta álfar? Hvað finnst ykkur?