Ég er alltaf að lenda í því núna undafarið að dreyma langa drauma sem eru einhvresskonar sögur.

Dreymdi t.d í nótt að ég ásamt öðrum þyrfti að sjá um kofa sem væri yfirfullur af köttum sem allir voru hvítar með ýmist bleikar eða grænar ólir, í kofanum þurfti að passa að stærri kettirnir borðuðu ekki þá minni, og einhverntímann í draumnum þegar ég var að toga einn kettlinginn úr munni þeim stóra, breyttist hann í litla leikfangabrúðu.

Svo er einn draumur eða nokkursskonar martröð…
´mig dreymdi hann þegar ég var í 4.bekk

Allir krakkarnir í skólanum mínum voru úti að leika sér ( þá meina ég unglingastigið og allt) þegar skólastjórinn kemur út á anddyrið með risastóra bjöllu, hringir henni og segir svo að skólinn hafi keypt nýtt skemmtitæki, allir fagna en síðan skríður yfir húsið risastór tarantúla, þá æpir skólastjórinn að leikurinn gangi út á það að kóngulóin eigi að elta fólk og reyna að éta það og maður eigi að reyna að komast undan henni.
Þá byrja ég að hlaupa í draumnum og horfi upp á það að mínir nánustu verða étnir, að lokum eru það bara ég og ein stelpa sem ég kannast ekki við, eftir.
þar sem kóngulóin er ennþá að reyna að éta okkur þurfum við stanslaust að hlaupa um. Að lokum einangruðumst við upp við leikkastala einn þar sem hin stelpan er étin…kóngulóin hallar sér að mér og ætlar að éta mig….þá vakna ég.
Það skrítna er að alltaf þegar ég hef vaknað út frá þessum draumi er klukkan 00:59

3. draumurinn.

Þetta er mjög svo skrítin draumur sem mig hefur dreymt oft upp á síðkastið.


Ég er stödd í gömlum kofa sem lítur þó alveg út eins og húsið mitt innanfrá.
Ég er eitthvað að tala um við einhvern strák að nú verðum við að fara að velja okkur herbergi áður en tíminn kemur.
Hann jánkar því og segist ætla að prófa að vera í þessu herbergi núna/( hann var staddur í herbergi á móti mínu og á milli var lóðréttur gangur sem vísaði út) Ég verð hissa og spyr hvort hann sé nú alveg viss. Hann stendur við sinn keip.
Í þeirr svipan þegar ég skýst inn í mitt herbergi, byrja litlar rottur að skríða undir dyrnar, þeim fjölgar meir og meir og loksins neyðumst við til að loka dyrunum. Allt í einu erum við komin yfir í herbergið þar sem strákurinn ætlaði að vera en núna er hann orðinn að Bart Simpson. Þar sem herbergið hans er illa farið streyma rotturnar inn um hurðina hans þótt að hann loki og han rétt sleppur frá ‘' rottudrukknun’' með því að kasta sér út um klukkan.
Þetta endurtekur sig nokkrum sinnum og ég fæ að vita í draumnum að rottufaraldurinn sé alltaf
19.júní ár hvert.
Ég í draumnum stíg varlega úr herberginu og er allt í einu stödd á nokkurnsskonar ‘'skyndibitastað’' þar sem margir rúllustigar vísa þvers og kruss út um allt.
Svo vakna ég.
Eins og ég segi hefur mig dreymt þennan draum þrisvar sinnum en í mörgum útgáfum, í einum draumnum ákveð ég að fara inn í verra herbergið en kemst naumlega undan, í seinni útgáfunni ákveð ég að far upp einn rúllustigann en hætti snögglega við.


Þetta er nú orði frekar langt, en mig langar svo að vita hvað þetta þýðir og líka þetta með dagsetninguna
19. Júní gæti það þýtt eitthvað?

Mig langar endilega að fá svör.