Jæja.

Þetta er frumraun mín hér á /dulspeki svo að ég afþakka skítköst fyrirfram.

Þannig er mál með vexti að ég hef lengi hugsað hvort ég gæti mögulega verið skyggn. Ég er trúlaus þanniglagað séð en trúi þó á allskonar drauga, vætti, álfa og tröll.

Ég á oft erfitt með að sofna og undanfarið hefur mig þá dreymt einhvurn fjandann sem ég skil ekkert í og get því miður ekki rausað uppúr mér til “greiningar” en það er annað mál. Ástæðan fyrir því að ég hélt í upphafi að ég væri jafnvel skyggn er sú að ég heyri oft í húsinu mínu nokkurskonar hátíðni suð sem enginn annar heyrir og jafnvel fótatak á nóttunni. Oft þegar ég hef verið með lokuð augun í nokkurn tíma “sé” ég höfuðkúpu, mjóslegið andlit eða annað höfuð í þrívídd koma að mér með opinn kjaftinn (svipað og gerist í bíómyndum) eins og það ætli að gleypa mig. Það sem aftur á móti leiddi mig til þess að skrifa þessa grein er sú að einu sinni þegar ég var að bera út (sem ég geri á hverjum morgni með bróður mínum) Sá ég karlmann. Hann var herðabreiður, í svörtum, síðum frakka og stóð undir ljósastaur. Jafnvel þó hann stæði beint undir ljósinu var hann alveg svartur. Síðan sneri hann við með tilþrifum gekk nokkur skref, beygði til vinstri og hvarf. Nokkrum dögum síðar var ég að ganga niður stiga nokkrum metrum frá staðnum þar sem ég sá þennan “mann” og þá heyrði ég fótatak hálfu skrefi fyrir aftan mig. Ég hélt fyrst að þetta væri bróðir minn að stríða mér en þégar ég leit til baka var hann efst í stiganum og svona 3 metrum frá mér. Það var greinilegt að hann havði ekki verið að ganga svona nálægt mér og ég nánast fríkaði (inní mér). Lét eins og ekkert hefði í skorist og fór heim.

Mín spurning er því þessi: Hafið þið einhvern tíman lent í þessu eða er ég að verða brjálaður… jafnvel skyggn.

Bætt við 25. nóvember 2008 - 14:21
Ég gleymdi þarna síðast: Eða er kannski bara einhver vera að stríða mér?