Ég átti rosalega skrýtinn draum í nótt og vona að þið einhver þarna geti sagt mér eða reynt að segja mér hvað hann þýðir.
Málið er það, að ég vinn sem baðnuddari og þroskaþjálfi á heimili fyrir þroskahefta og annað fatlað fólk. Það er ein kona sem er með Downs Syndrome og hún hefur verið rúmliggjandi núna alveg síðan snemma í sumar.
Við höfum búið okkur undir það að hún látist hvenær sem er, en henni tekst alltaf að plata okkur einhvern veginn, blessunin.
En í nótt dreymdi mig hana og hún var bara mjög frisk. Ég dreymdi að ég var með henni í liðveislu (stöttekontakt) og við fórum í sund, skógarferðir, skíðaferð og allt mögulegt. Ekkert amaði að henni og hún var í fínu líkamlegu ástandi. En annars lagið í draumnum sá ég hana samt rúmliggjandi og illa haldna.
En svo breyttist það allt í einu og við vorum komin á skíði.
Svo vaknaði ég, eimitt þegar hún var rúmliggjandi aftur.
Í dag í vinnunni fékk ég í hendur myndaalbúm sem ég átti að fara með´til hennar og það sem var svo skrýtið var það, að þegar ég fletti í gegnum það, sá ég myndirnar og sumar þeirra voru hreinlega eins og ljósmyndir úr draumnum. Þetta er það undarlegasta sem ég veit. Er þetta ,,another form of dejá vu" ?
Ég hef aldrei séð þessa konu ganga ( hún var hætt því þegar ég kynntist henni) þannig að það sem ég sá í draumnum er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað með henni. En myndirnar sem voru í albúminu voru eins og þær voru teknar úr draumi mínum.
So….over to u guys….hvað þýðir þetta ?