Ég hef aldrei lesið bíbliuna neitt rosalega mikið og kann ekki mikið um þetta. En það sem ég held að ég viti núna (according to christianity) er að Guð er góður og djöfullinn er illur.

Ef maður er góður fer maður til himnaríkis og ef maður er vondur fer maður til helvítis.

Síðan aðalspurningin: Hvað er það sem gerir að við förum til helvítis, er það það að djöfullinn fær okkur vegna þess að guð vill okkur ekki ef að við erum vondir, er það vegna þess að við veljum það sjálfir, og vill djöfullinn að okkur líði illa?

Síðan svona far-fetched spurning sem kannski hljómar fáranlega:

Gæti verið að guð og djöfullinn séu í samkeppni alveg eins og t.d. Bónus og Samkaup? Djöfullinn freistar fólk oft með “material goods” og annað, og guð lokkar fólk til himnaríkis með því að gefa því eilífu lífi og lofar fólkinu hamingjuamt og rólegt líf með fjölskyldu og vinum.

Ef ég ætla að vera alveg hreinskilinn þá hljómar himnaríkið svoldi boring. Eilíft líf og vera fastur með sömu fjölskyldu meðlimum og vinum í alla þá tíð? Og bannað að “syndga”? Ekkert alkóhól, ekkert mikið sjónvarpshorf, lítið af tölvuleikjum og allt þetta sem okkur finnst vera skemmtilegt að gera sem að öfga-kristið fólk telur vera syndg. Gæti verið að það sé betra að vera í helvíti?

Afsaka það að þráðurinn sé lélega uppsettur og lélega stafsetningu, en ég held að ég hef komið fram meginmálunum og spurningunum mínum :)