fyrst að meirihluti vill að dulspeki sé hér áfram, nennir þá einhver að koma með góð rök fyrir því að hafa dulspeki hér?

Ég skil fólk ef það ætlar að ræða dulspeki á fræðilegan hátt, eins og ástæðuna fyrir því af hverju fólk telur sig sjá drauga, hvatan að baki því að trúa og hvernig trúarbrögð hafa áhrif á samfélagið.

En svo virðist raunin ekki vera. Meira að segja dálítið skondið að tillagan um að áhugamálið sé fært er alltaf felld á meðan önnur könnun sýndi að meirihluti var óánægður með neikvæða umræðu um trúmál hér á /dulspeki.

Hvers vegna í ósköpunum er dulspeki ekki lífstíll. Hvers vegna vill helmingur /dulspekinga halda því fram að dulspeki séu fræði?
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig