Þetta er búið að vera að gerast í sumar.

Bróðir minn sefur í herbergi sem er rétt hjá pallinum, og hann heyrir stundum hljóð eins og einhver sé á pallinum og þegar hann kíkir er enginn.

Ég er í herbergi með glugga, herbergið er neðarlega og glugginn er svolítið hátt uppi og ef maður kíkir út um gluggann sér maður stigann til að fara niður í garðinn, og einu sinni kl. 3 um nótt (þetta sumar) þá fannst mér ég sá gaur vera að horfa á mig og ég sagði pabba frá þessu áður en ég fór að kíkja í garðinn og hann sagðist hafa heyrt e-ð, og þegar ég leit í garðinn var ekkert..

Svo hefur mér fundist eins og einhver sé að hlaupa framhjá glugganum eða labba niður stigann um miðja nótt..

ég trúi ekki á drauga eða anda eða neitt þannig, vissi ekki hvar annarsstaðar ég ætti að setja þetta.. og ég veit ekki af hverju ég er að skrifa þetta.. ætli ég vilji ekki vita hvað fólki finnst heh.

Bætt við 13. ágúst 2008 - 02:30
Þetta gerist ekkert oft. Þetta hefur komið svona þrisvar sinnum fyrir mig og 4-5 sinnum við bróðir minn… þetta er helvíti truflandi þegar þetta gerist en svo gleymist þetta, en rifjast upp aftur þegar eitthvað svipað gerist.
Elinerlonli skrifaði: