Mig hefur þrisvar dreymt að ég hafi dáið, og í öll skiptin datt ég niður af einhverju, tvisvar ofan í vatn.
Fyrst þá var ég í myndmenntartíma og var uppi á klett að teikna. Síðan datt ég niður, vaknaði á leiðinni niður, en vissi einhvern veginn að ég hafði dáið í draumnum, þótt að ég hefði vaknað áður en ég skall í jörðina.
Nokkru seinna dreymdi mig að ég og systur mínar vorum að leika okkur með einhvern hjúts svartan bolta á brúnni uppi á Lónsheiði (þekkti brúna mjög vel) og ég var alltaf næstum því búin að detta fram af. Datt svo fram af, vaknaði aftur á leiðinni niður, en vissi samt að ég hefði dáið í draumnum.
Þriðja skiptið þá var ég í leigubíl (má til gamans geta að ég var að borða blátt krap), sem var að keyra á einhverri huge brú og keyrði svo fram af.
Merkir þetta eitthvað eða er bara eitthvað alvarlegt að mér í hausnum?
DFTBA!