http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/04/23/bok_um_jesus_eftir_paul_verhoeven_vaentanleg/

Bók um Jesú Krist eftir hollenska kvikmyndaleikstórann Paul Verhoeven er væntanleg. Bókin heitir “Jezus van Nazareth” eða Jesús frá Nazareth og í henni er velt upp hugmyndum sem stangast á við kristna trú. Í bókinni er talað um að Jesús hafi verið sonur manns sem nauðgaði Maríu og að Júdas hafi ekki svikið Jesús.

Verheoven er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Basic Instinct og Robocop en færri vita að hann tilheyrir hópi fræðimanna og höfunda sem leita eftir sagnfræðilegum staðreyndum um líf Jesú.

Bókin mun án efa vekja mikla athygli og mikið umtal. Hún verður gefin út í september í Hollandi og á enskri tungu á næsta ári. Verhoeven vonast eftir góðum móttökum og geta hugsanlega fengið að kvikmynda bókina en hann hefur lengi vilja gera kvikmynd um Jesús. Þá myndi Verhoeven slást í hóp með Mel Gibson og Martin Scorsese. Gibson sendi frá sér myndina „The Passion of the Christ“ árið 2004 og vakti hún mikla athygli og umtal. Þá gerði Martin Scorsese myndin „The Last Temptation of Christ“ árið 1988 og vakti hún ekki síður athygli á sínum tíma.

Þetta á eftir að vekja áhugaverðar umræður.

Persónulega finnst mér alltaf leiðinlegt þegar svona kemur fram en samt styð ég náttúrulega tjáningarfrelsi.
Það er nefnilega það.