mig dreymdi draum í nótt sem að ég hef mikið verið að pæla í.

þannig er mál með vexti að móðir mín lést um helgina og í nótt dreymdi mig að ég var í skólaferðalagi eða e-ð þannig og við löbbum inní búð einhversstaðar og þar hitti ég mömmu og verð alveg mjög hissa á að sjá hana og spyr hana “ertu kominn aftur?” og hún segir “já” og ég segi þá “en það er búið að jarða þig” (það er btw ekki búið) og þá verður hún frekar pirruð og segir “jáhh ég hefði nú viljað ráða því” svo vakna ég. Og í dag erum við búin að vera að skipuleggja jarðarförina og svona og ég búinn að vera frekar mikið að spá í þetta allann tíman

hvað sjáið þið úr þessu?
annars hef ég aldrei trúað á svona draumráðningar en hún er búin að koma í drauma hjá okkur öllum systkinunum hjá einu og einu á hverri nóttu og eins og ég vil kalla það “kveðja okkur”