&Halló, undanfarið hefur mér dreymt mikið af hrapandi hlutum og ég var a; spá hvort einhver vissi hvað það gæti þýtt, mér hefur dreymt 4 sterka drauma.

Í fyrsta draumnum var ég rétt hjá kringlunni svona ská fyrir neðan á stóru túni(í alvörunni eru blokkir á þessu svæði) en ég snéri baki í kringluna og var að horfa í gagnstæða átt, og allt í einu var svört þyrla að fljúga sem hrapaði og svo komu 3 aðrar svarta þyrlur sem hröpuðu líka, en þetta var meira eins og 1 og 3 frekar en 4, svo snéri mér í átt að kringlunni og endarnir á kringlunni litu út eins og diskarekkir og inn í þeim voru geimskip en svo vaknaði ég.

Í næsta draumi var ég á leiðinni heim og það var þyrla að fljúga en svo var einhver maður að elta mig og ég var komin að dyrunum mínum og var að reyna að opna en lykillinn sem ég var með var ekki réttur hann var stórfurðulegur í laginu en ég komst samt inn með honum þó svo að hann passaði ekki í, og svo vaknaði ég.

Í þriðja drauminum var ég út á landi í þorpinu sem ég kem frá, og ég og fullt af öðru fólki vorum í firðinum þar sem sjórinn er venjulega en í draumnum var bara gras og snjór og ég man þennan draum ekki mikið en það var fullt einhverju fljúgandi og svo að lokum var eitthvað í loftinu sem líktist flugdreka en var ekki flugdreki það var ekki band og þetta var miklu stærra, þetta var svona kassalagað röndótt svart og hvítt og þetta var að hrapa yfir okkur öll og svo vaknaði ég.

Fjórða drauminn dreymdi mig fyrir nokkrum dögum. Ég og vinkona mín vorum inn í dal í þorpinu mínu, og í miðjum dalnum er fjall og við vorum fyrir ofan fjallið. Fjallið var allt út í svörtum holum og í kringum hverja holu var kassalagað munstur sem var allskonar á litinn, þetta var mjög flott eins og listaverk. En svo allt einu kemur risa jumbó þota fljúgandi og missir annan vænginn og er að hringsnúast í kringum alla(þarna í draumnum var allt í einu komið fullt af fólki) og það var eitthvað vont við þessa fljúgvél og allir voru að reyna að fela sig nema það var ekkert til að fela sig á bakvið, ég fór á bakvið stélið(það hafði greinilega dottið líka af flugvélinni)en það var frekar lítið en svo vaknaði ég. Mér líkar ekki vel við þessa drauma, þeir eru allir rosalega sterkir og með vondri tilfinngu, vona að einhver hafi svör..