Bróðir minn var rétt áðan að segja mér að í nótt þegar hann fór mjög,mjög seint að sofa fyrir framan sjónvarpið (þar sem ég sef líka í öðrum sófa) þá var kveikt á sjónvarpinu og eitthvað lag í gangi. Hann sagði að ég hafi raulað þetta lag í svefni á meðan það var í gangi :D
Ég hef líka oft heyrt sögur af fólki í vöku tala við sofandi fólk þannig að sofandi fólkið svaraði :)