Er einhverjum örðum sem finnst það vera verulega asnalegt að ef maður borgar trúfélagi ekki félagsgjöld þá borgi maður Háskólanum þau. Ég meina Háskólinn er ekkert mitt trúfélag, finnst að þetta eigi bara að vera eins og með klúbba, ef þú ert í einum þá borgarðu, ef þú ert í mörgum borgarðu meira, en ef þú ert ekki í neinum þá borgar þú ekki neitt. Og ef Háskólann vantar pening þá er réttara að allir borgi það sama til hans, ekki bara trúleysingja