Hæ hæ, ég og systir mín vorum í sumarbústað í fyrra sumar. Þetta byrjaði þannig að hún sagði við mig að hún ætlaði að gera töfrabragð við mig. Hún byrjaði á að láta mig slaka á og smella fingrunum og allt það svo sagðist hún að vera að toga í mig með ósýnilegu bandi og ég leit á hendurnar mínar og þær voru að fara upp án þess að ég var að gera það.
Og ég var stein hissa alveg. Mér fannst þetta bara ótrúlegt. Þannig ég prufaði þetta við hana líka og það virkaði. Svo sagði hún við mig að hún væri að dáleiða mig.
Ég hefði aldrei leyft henni það ef ég hefði vitað að þetta væri dáleiðsla því ég er svo smeyk við það en svo sá ég að þetta var í lagi og svo fórum við heim úr sumarbústaðinum. Og ég prufaði þetta svo við 2 vinkonurnar mínar til að gá hvort ég gæti dáleitt í raun og veru.
Og það virkaði mjög mjög vel á eina en ekki eins vel á hina en þetta virkaði. Svo seinna þá var ég og systir mín að fara aftur í sumarbústaðinn og þá prufuðum við þetta aftur. En þá vildi hún að ég dáleiddi hana líka í fæturnar (en það stóð ekki í dáleislubókinni sem hún las að það ætti að gera þannig við vorum bara að prufa).
Og ég gerði það og það virkaði. Svo byrjaði hún að hreyfa tánna sína og ég spurði afhverju hún væri af því og hún bara vó! og sagðist ekki að vera að gera þetta.
og ég tók þá dáleiðsluna úr tánni. Og þá byrjaði hún að hreyfa puttann. Og ég spurði afhverju hún væri að því og hún tók um hann og gat ekki stoppað hann þannig ég reyndi að taka dáleisluna úr puttanum og það tókst. Þá byrjaði hún að bíta saman tönnunum og ég var orðin geðveikt hrædd um hana og þá tók ég dáleisluna úr tönnunum. Þá hætti þetta loksins.
Og ég hélt að ég væri búin að vekja hana alveg úr dáleislunni og ég var orðin svo hrædd um að það hafi eitthvað gerst við hana og ég sagði við hana að hvíla sig í rúminu og bara gleyma dáleiðslunni og það sem gerðist. Og hún gerði það og ég fór niður og beið í einnhverja stund. Svo kom hún niður og kíkti á klukkuna og sagði vó ég hef aldrei sofið svona lengi.
Og svo kíkti hún á mynd sem ég hafði teiknað með henni um morguninn og sagði svona : Hver teiknaði þessa mynd? Og þá sagði ég: Ég manstu ekki? Og þá var hún alveg ha? nei Og ég sagði henni að við hefðum verið að teikna um morguninn.
Og hún mundi ekkert og þá sýndi ég henni mynd sem hún hefði teiknað og ég sagði svona við hana:
Hver teiknaði þessa mynd? Og þá sagði hún: Ég veit það ekki og var skrítin á svipin. Mér brá ekkert smá ! Og hún var búin að missa minnið þegar hún hafði vaknað.
Hún hafði heldur ekki munað það sem gerðist í dáleiðslunni. Og ég skalf af hærðslu því ég hélt að ég væri búin að láta hana missa eitthvað af minninu hennar og hvað gæti gerst næst við hana. En ég og hún fórum upp á háaloft og ég sagði við hana sofnaðu.
Og um leið þá datt hún niður (í sængina). Og svo var ég að reyna að láta hana fá minnið aftur. Svo vaknaði hún og ég spurði hana hvort hún mundi eitthvað en hún mundi ekkert. Þá ætluðum við að fara niður í smá stunt að taka hlé á þessu því ekkert gekk. Þá ætlaði hún að standa upp og gat það ekki. Hún var búin að missa allann mátt í fótunum! og gat þess vegna ekki gengið.
Og ég var ótrúlega hrædd um hana. Og hún var líka sjálf hrædd. Ég var að reyna og reyna að láta hana að fá minnið og ganga. En ekkert gekk þannig við fórum niður og vorum á leiðinni út og á leiðini sá ég að hún var alltaf að dotta. Þannig ég settist hjá henni og spurði hvort væri í lægi og hún svaraði já. Og svo sá ég að hún var allveg að sofna þannig ég smellti fingrinum og sagði vaknaðu og þá vaknaði hún þetta var orðið frekar creapy.
Og Svo loksins vorum við komin út á gras. Og ég sagði sofnaðu og um leið sofnaði hún og svo var ég eitthvað þarna í smá stund að reyna að fá hana að ganga og svoleiðis. Svo var ég orðin svo rosa hrædd og ég kunni ekkert að dáleiða svona. Og svo á meðan ég vara að tala við hana þegar hún var svona sofandi þá fékk hún svona hvít augu. Og ég sagði svona um leið og ég smelli fingrinum þá vaknaru og verður eðlileg aftur. Og þá vaknaði hún og fékk minnið aftur og gat gengið.
Og við urðum svo glaðar!

Það er ekkert búið að gerast síðan að þetta gerðist við hana held ég eða ég er sammt ekki búin að vera vör við neitt og ég á ekki heima með henni og hitti hana ekkert á hverjum deigi.
Og ég er nú alltaf soldið hrædd um hana að hún sé kannski ekki alveg vöknuð úr dáleiðslunni eða eitthvað.
Og svo kann ég þetta ekki nógu vel. Ég veit alveg að það er alltaf hægt að vekja mann úr dáleiðslu og það er ekkert hættulegt. En það getur verið hættulegt ef maður kann ekkert að dáleiða.

En ég vildi bara vera viss hvort það væri í lagi að gera ekkert meir í þessu og endilega komið með ykkar álit.
Takk fyrir.