Þetta var svona hugmynd sem ég fékk, kannski af því að ég er með svefngalsa frá helvíti og er líka orðinn svolítið pirraður á ónefndum trúarbjána í þráð hér að neðan.

Hvernig væri ef trúleysingjar á íslandi myndu taka sig saman og stofna trúfélag helgað Hinu Fljúgandi Spaghettískrímsli? (http://en.wikipedia.org/wiki/Flying_spaghetti_monster)

Eins og margir vita kannski fer hluti af tekjuskatti hvers og eins í það trúfélag sem hann er skráður í. Ef hann er skráður utan trúfélaga fer þetta sama hlutfall til háskólans og, ef mér skjátlast ekki, fer þar í Guðfræðideildina (s.s. að mennta fleiri presta!)

Vantrú, félag trúleysinga, þjónar sínum tilgangi mjög vel (þ.e. að fræða fólk um það að það séu fleiri möguleikar en trúarbrögð), en ég veit ekki til þess að þeir fái neitt nema bara ársgjald frá meðlimum. Formlega stofnað trúfélag myndi fá þetta hlutfall af tekjuskattinum sem ég nefndi hér áður, og þann pening væri hægt að nota í eitthvað skynsamlegt. Góðgerðarmál eru t.d. gott dæmi. Það er ekkert lagalegt (að mér vitandi) sem bendir til þess að það sé ekki hægt að stofna trúfélag sem snýst um áðurnefnt Spaghettískrímsli.

Eins og ég nefndi áður var mér bara að detta þetta í hug, svo ég hef kannski ekki alveg fulla hugmynd um hvernig þetta myndi ganga fyrir sig. Það sem ég er aðallega að spá í er félag sem passar upp á réttindi trúleysingja (við erum líka fólk), lætur okkur ekki borga fyrir menntun presta og hefur fjármagn til að hafa einhver áhrif.

Hvað finnst fólki?

Bætt við 21. janúar 2008 - 01:32
Tveir tenglar í sambandi við lögmæti slíks trúfélags:

http://www.althingi.is/lagas/134/1987091.html

http://www.althingi.is/lagas/134/1999108.html
Shounin