Þar sem ekki virðist mega stunda almenna gagnrýni og umræðu UM dulspeki heldur aðeins MEÐ henni þá vil ég fara fram á það að stjórnendur og /dulspekingar sem virkilega “trúa” og hafa áhuga láti flytja áhugamálið burt af vísindum og fræðum.

ég skil vel þá löngum að geta rætt um drauma, drauga og andaglas án þess að einhver kjáni sem er nýbúinn að uppgötva að hann trúir ekki á guð sé að bögga mann, en þá verðið þið líka að sætta ykkur við það að áhugamálið tengist ekki vísindum og fræðum á nokkurn hátt.

Annað hvort þarf að breyta reglunum á þessu áhugamáli og opna umræðuna um dulspeki, leyfa ALLAR skoðanir, ekki bara dulspekinga. Eða þá að láta flytja það yfir á lífstíl, tilveru eða álíka.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig