Nú hef ég lesið svolítið um hvernig fólk upplifir sálfarir, skýrdreymni og að vera á milli svefns og vöku, eða hvað sem fólk vill kalla þetta. Flestir lýsa þessu mjögt líkt, en þegar þetta kemur fyrir mig þá er þetta alltaf bundið við staðinn þar sem ég sofnaði. Þegar ég sejgi að þetta sé staðbundið þá meina ég að draumurinn byrjar alltaf þar sem ég sofnaði, og í fæstum tilvikum get ég staðið upp. Mér líður eins og hausinn sé að springa, púlsinn rjúki upp, og þvílíkur hávaði en ótrúlegt en satt þá fylgir þessu svakalega mikil vellíðan, Þetta ástand varir í um það bil 2 til 5 min. En þetta er ekki alltaf svona næs. Í síðasta hádegis blundi þegar ég fór í þetta “ástand” gerðist svolíið sem ég átti ekki von á, það kom eithvað eða einhver og lagði þessar ísköldu hendur aftan á hnakkan á mér og dróg þær hratt yfir höfuðið svo að mér leið eins og það væri verið að klóra mig til blóðs.
Þetta var eitt tilvikið, hitt var svo þegar ég var að leggja mig heima hjá ömmu minni. Allt í einu áttaði ég mig á því að mér væri að dreyma og ég fór að heyra þetta sjúklega háa bergmál í hausnum á mér. Þegar ég opnaði augun fór ég að heyra ömmu mína öskra frammi í sofu, öskra á hjálp, ég barðist um og reyndi að vakna en ég náði ekki að vakna. Mér hefur sjaldan liðið eins illa og þarna, amma mín öskrandi og þurfti hjálp en ég gat ekki hjálpað henni því ég var “sofand”. Svo náði ég að vakna, það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að hlaupa framm í stofu og athuga að ömmu. Þegar ég kom framm í stofu sat amma bara í góðum gír að prjóna og horfa á sjónvarpið. Þetta öskur sem ég heyrði var svo raunverulegt en reyndist síðan bara hafa verið tóm ofskynjun eða bara hluti af þessum draumi mínum.

Hafa margir hérna lent í svipuðum aðstæðum ?

Afsakið allar stafsetninga villurna