Ég er að spá í hvort ég sé við það að deyja, mig hefur dreymt fjóra furðulega drauma::

1. Kannist þið við teiknimyndasöguna Galdrastelpurnar? Mig dreymdi að ég væri orðin svoleiðis og aðal-gaurinn í ‘Kandrakar’ hrinti mér ofan í holu og sagði mér að deyja þar.

2. Hópur af hundum voru inn í skólastofunni minni, með svarta plástra í kross yfir kjaftinn svo þeir bitu ekki, samt reyndu þeir allir að bíta mig.

3. Stelpurnar í bekknum og ég vorum í náttfatapartýi og ætluðum í ‘læknaleik’ og ég átti að vera sjúklingurinn og þær ætluðu að skera mig upp. Svo ætluðu þær bara að skera mig upp Í ALVÖRU en ég hljóp burt með plastband um lappirnar, ég gat ekki hlaupið beinlinis heldur rúllað mér.

4. Núna loksins í þessum draumi dó ég:
Ég var að fara í sumarbúðir, þegar við vorum komin valt rútan og allir dóu, nema ég lifnaði upp frá dauðum og varð vampíra, og drap alla sem höfðu reynt að drepa mig :s

Ég er skíthrædd, vona að draumurinn tákni ekki dauða minn eða einhvað. Ég hræðist dauðann.

Bætt við 5. desember 2007 - 15:31
ATH að í draumi 2 eru hundar með svartann plástur, er svartur ekki sorgarlitur?