fyrir nokkrum mánuðum var ég að lesa grein um OBE og ákvað að athuga hvort ég gæti þetta, bjóst við að þetta yrði bara auðvelt þar sem að ég hef oft verið með ágætis meðvitund í draumum. Ég reyndi þetta nokkrum sinnum en ekkert gekk og var svo ekkert búin að pæla í þessu meir.

Svo í gærkvöldi var mig að dreyma einhverja steypu, ég vakti sjálfa mig, fór aðeins á fætur og svo lagðist ég aftur inn í rúm og lokaði augunum, stuttu seinna heyrði ég rosalegann hávaða, og leið frekar skringilega og allt í einu var ég svífandi í loftinu (Ég var ekki á sýru!:)Þetta var ekki eins og í lucid dreaming, ég var með fulla meðvitund og ég hélt að ég myndi deyja úr hræðslu, hef aldrei lent í öðru eins. Ég var svo hrædd að það eina sem komst að hjá mér var að komast aftur niður og ég fann hvernig ég datt niður í rúmið (eða líkamann)
Og þorði ekki að sofna aftur.

Er einhver hér sem lendir í þessu? Eða stundar þetta? Mér finnst þetta mjög spennandi og bjóst alls ekki við að ég yrði svona hrædd þegar að þetta loksins tækist. Mér langar að prófa þetta aftur, en vantar ráð til að verða ekki svona hrædd þegar að þetta gerist.