Það tókst, það tókst!


Núna er ég búinn að vera veikur í 4 daga og var að klára af mér veikindin í gær.

Ég var ekkert það þreyttur, en var aðeins slappur útaf veikindum.

Ég lagðist uppí rúm, og mig langaði að “lucid dreama”

Fyrir mig, Lucid dreama ég alltaf þegar ég ligg á hliðinni, venjulega þegar ég sef á nóttunni, ligg ég á maganum og þá sofna ég bara yfirleitt, en jújú mig dreymir alltaf eitthvað en það er ekki eins lucid og hitt, fæ alveg complete stjórn með því að liggja á hlið.


En það sem var svo cool sem gerðist þarna þegar ég hvíldi mig var að ég var þannig séð með meðvitund þegar ég hvarf inní drauminn. Þetta var rosalega furðulega og góð reynsla.

Það sem var cool að það seinasta sem ég hugsaði fyrir mig í hausnum, (hugsa í myndum) það varð einhvernveginn af veruleika í augnlokunum, svo smátt og smátt dofnaði ég allur upp og smám saman var ég heltekinn og fattaði svona smátt og smátt að mig var byrjað að “létt dreyma” var svona að sjá drauminn, réð samt ekki hvað ég var að hugsa um útfrá því, vegna þess ég var hálfvakandi ennþá einhvernveginn. Síðan eftir smá stund var ég alveg kominn í drauminn og ég get svo svarið það, ég gat ráðið öllu. Gat gert allt, hoppað geðveikt hátt, flogið, gert allan andskotan.

Svo vaknaði ég kannski svona á klukkutíma fresti og hugsaði alltaf eitthvað nýtt til að breyta þemaið í draumnum og þetta virkaði alltaf.


Svipuð tilfinning þegar þú vaknar frá draumi á næturna og lokar strax augunum aftur og ferð einhverveginn hægt inní drauminn sem þú varst í.


Get ekki útskýrt þetta betur, en þetta var magnað.