Ég var að velta því fyrir mér. Hvort sú staðreynd að fólk geti verið meðvitað í draumi og jafnvel stjórnað draumum sínum, afsanni ekki draumráðningar?

ég gerði það oft á tímabili að stunda svokallað lucid dream eða skýr dreymi. Þá fyrst öðlast ég meðvitund um það að mig sé að dreyma. Oftast kemur efahyggja þegar ég sé eitthvað absúrd. Þá næst framkvæmir maður reality check. Ef það klikkar, þá veit maður að mann er að dreyma.

Eftir það get ég oft á tíðum ráðskast með drauminn minn eins og ég vil.

Hvað á þá að ráða í hann þegar heilinn er ekki lengur að vinna úr upplýsingum heldur tek ég stjórn?
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig