ég verð nú bara að smella þessu draumi inn, skyldi einhver vita hvað það þýðir að dreyma kónguló.
ég var að labba í garði sem var í kringum rosalega flott hús, það var risastórt (eiginlega eins og herragarður eða eitthvað í þeim dúr) og ég var á leiðinni út um gamalt járnhlið þegar ég flækist í kóngulóarvef. og ég sé hvernig kóngulóin sveiflast til (Svona risastór og feit krabbakóngaló) og svo slengist hún á eyrið á mér og festist!
þetta var svo ógeðslegt að ég öskraði og öskraði, í draumnum sko… svo var þarna kona að bera út póst að reyna að hjálpa mér, en mig vantaði sko spegil til ða geta sé kóngulóna og náð henni út. við bönkum upp á hjá kellingu sem bjó í kjallaranum á húsinu, en hún vildi ekki leyfa mér að nota spegilinn í forstofunni, og ekki heldur spegil sem var utan á hurðinni. svo ég er að reyna að toga kóngulóna úr eyranu, og þá ríf ég af henni framhlutann, þeas hausinn og lappirnar, en stóri búkurinn er ennþá fastur í eyranu á mér.
svo er ég allt í einu komin heim og næ restinni úr eyranu með flísataung.
ojoj
þetta var svo ógeðslegt! ég er ennþá með þvílíka gæsahúð og finnst eiginlega eins og sé nú með eitthvað í eyranu.
þannig að ef einhver veit eitthvað um kóngulær í draumi yrði ég OOOOOooooofsalega ánægt.
ta-ta.
dorfi.<br><br>“Enginn veit til angurs fyrr en reynir”
“Enginn veit til angurs fyrr en reynir”