Mig hefur verið að dreyma marga furðulega drauma og síðustu nótt dreymdi mig t.d. að pabbi minn dó í flugslysi á leið heim til Íslands.

En núna í nótt dreymdi mig alveg fáránlegan draum sem er frekar barnalegur en mig langar geggjað að vita hvað hann þýðir:S.

Ég var heima hjá ömmu og afa. Ég og litli bróðir minn vorum að byggja e-ð rosa legoskip með einhverjum krökkum sem ég þekki ekki neitt. En legoskipið var bara lítið svona eins og fyrir legokalla.
En svo kemur í fréttunum að það sást í sæskrímsli niðri við haf rétt þar sem að amma og afi búa og við(ég, litli bróðir minn og mamma).
En svo bara hættir allt í einu sá dagur og ég vakna heima hjá mér(í draumnum) og við 3 förum aftur heim til ömmu og afa og út í garð með allt legoið þar sem að allir krakkarnir sem voru með okkur í gær komu til okkar að hjálpa okkur.
En svo bættist ein ný stelpa við sem var örugglega bara svona 9 ára og hét Kristín og hún var alltaf að eyðileggja allt fyrir okkur..bara svona óvart.
En svo allt í einu sjáum við tvo drekahöfuð koma upp úr sjónum og Kristín öskrar og þá gengur það í átt að húsinu sem að amma og afi búa í.
Þá kemur mamma á bílnum og ég og litli bróðir minn hoppum í bílinn og brunum heim en svo kemur drekinn/sæskrímslið og spúar eld á okkur en svo gleypir dýrið bíl og snýr í hina áttina. En mamma var í geggjuðu uppnámi og svo sjáum við allt í einu hestateppið mitt sem ég nota til að breiða yfir fuglana. Mamma spyr skírt “hverngi geta öll teppin okkar endað hér?”.

En svo bara vakna ég en var að reyna að halda áfram með drauminn en ekkert gekk.

En vona að þið vitið hvað þetta er!.
Takk fyrirfram;)
;)