Mig dreymdi í fyrrinótt draum sem kom mér mjög á óvart. Ég var stödd inn í stofu í heimahúsi, og voru þar nokkrar manneskjur með mér. Ég sat á gólfinu en hinir í sófum. Svo allt í einu sjáum við hvíta veru koma svífandi að stofuglugganum. Ég fékk strax á tilfinninguna að þessi vera væri að koma til mín og reyndi að fela mig fyrir henni. Það tókst greinilega ekki því hún skaut tveimur silfurkúlum í gegnum rúðuna, inn í stofuna og enduðu þær í sitthvoru eyranu mínu. Þessar kúlur “renndu” sér inn í eyrun og fann ég engan sársuka þegar það gerðist. Svo segir þessi vera við mig: “Þú hefur verið að leita á röngum stað” og fer svo. Ég skildi ekki neitt í þessu og horfi rannsakandi í kringum mig og kem auga á styttu af Jesú. Ég labba að henni og tek eftir því þegar ég nálgast hana að þetta er ekki stytta af honum, heldur var þetta hann sjálfur! Ég horfði lengi á hann og reyndi að ná augnsambandi við hann en hann leit undan tvisvar. Svo í þriðja skiptið næ ég loksins augnsambandi og segi við hann: “Viltu hjálpa mér?”. Hann segir já og horfir blíðlega á mig. Meira man ég ekki en hvað haldið þið að þetta tákni?