Mig dreymdi núna í nótt að ég hefði misst af fluginu mínu til Englands… í drauminum hafði ég verið með fjölskyldunni daginn áður og hafði hreinlega verið ALLTOF þreytt til að vakna við vekjaraklukkuna hjá mér.
Var voðalega óþægilegt að líta á klukkuna í eldhúsinu og sjá að það var korter í flugið mitt og sveitin mín sem ég var í í draumnum er í 1 og hálfstíma akstri frá REYKJAVÍK!

Annað… í draumnum var ég líka í húsi fjölskyldu minnar sem brann fyrir meira en ári og var það heilt í draumnum… minnti mig eiginlega á þegar ég bjó þar áður en það var lagað neðri hæðina fimm árum áður…

Einhver með ráðningu fyrir mig?