Vanalega þegar mig dreymir sjálfan mig deyja, þá vakna ég eftirá.

Í þessum draumi, þá dey ég með því að drukkna í frekar öldumiklum sjó, og þegar ég er að yfirgefa líkamann þá vakna ég ekki, og ég fer virkilega að hafa áhyggjur í draumnum, sé allt bláleitt/grátt/svart og get farið í gegnum veggi og hurðir og annað… þegar ég fer að átta mig á hlutnum hef ég spjald í höndunum sem hefur 4 verkefni sem ég á að klára á ákveðnum tíma eða ég myndi ekki komast til himnaríkis eða eitthvað álíka.. Svo seinna meir þegar líður á drauminn þá vakna ég með alveg rooosalegan hausverk. En ég vissi aldrei hver verkefnin voru, ég man eftir að ég hafi reynt að ná sambandi við eina af systrum mínum sem gekk… tja ekkert allt of vel..

Annars, hvað í ósköpunum var mig að dreyma?

Bætt við 30. maí 2007 - 21:22
Shit, gleymdi Enter takkanum. Afsakið!
Ég er fkn Muffin-King©