Ok mér hefur dreymt nokkuð oft sama drauminn hann gengur alltaf út á það sama. Alltaf þannig að ég er á einhverjum stað og það er einhver sem ég þoli ekki og jafn vel hata. Byrjar þannig að viðkomandi sem mér er illa við byrjar eitthvað að bögga mig og ég ræðst á hann. Ég kýli og kýli eins fast og ég get í andlitið á þeim og reyni að valda eins miklum sársauka og ég get, en sama hvað ég geri þá skaðar það hinn ekkert. Finnst eins og högginn mín séu máttlaus, og hann heldur alltaf áfram að tala sama hvað ég lem og sparka í andlitið á á honum.

Bætt við 22. maí 2007 - 00:21
Einhver hérna sem getur sagt mér hvað þessir draumar þýða ?