Ég var að lesa það bara núna um daginn að það voru hjón að nafni Betty og Barney sem voru þau fyrstu á Jörðu sem talin eru að hafa lent í geimverum. Sagan segir að þau hjónin voru í bíltúr þegar mikil ljós urðu allt um kring (þetta var að nóttu/kvöldi til) og konan varð alveg skelfingu lostin. Karlmaðurinn sagði að þetta væri ekkert og þau óku lengur. Að lokum varð mikið ljós fyrir framan þau svo hann stöðvaði bílinn í snari og skrúfaði niður rúðuna til að líta út. Munnlausar og skringilegar verur komu og dróu þau út úr bílnum og hófu miklar læknisskoðanir með hjónin. Þurkuðu þau svo (man ekki hversu marga tíma) úr minninu. (Minnir að það hafi verir 7 tímar). Þau mundu ekkert og allt var svo dularfult eftir þennan dag svo eftir tvö ár fóru þau til geðlæknis og geðlæknirinn dr. Benjamin dáleiddi þau. Komst hann þá að sögunni sem ég skrifaði fyrir ofan og svo veit eftir þetta lenti fleira fólk í því sama á sama stað og þau hövðu verið að aka. Sagan gerist í Canada minnir mig.
Ég trúi þessu alveg en veit ekki með ykkur. Þarf ekkert að vera að öll sagan sé sönn en gæti verið meiri hlutinn. Svo gæti þetta verið tóm lygi nema bara hvað finnst ykkur?
My software never has bugs. It just develops random features.