'akvað að skrifa þennan því ég hef ekki hugsað um annað nýlega, svo rosalega skrýtinn.

Mig dreymdi að ég væri í skemmtigarð með einhverjum vinkonum. Við fórum í einhverja rússíbana en svo vildu þær fara í eitthvað “tæki” sem var inní litlu opi á eyju þarna nálægt.

Við förum þangað og ég reyni að komast inn í holuna. Hún er aðeins minni en hausinn á mér en einhvernvegin næ ég að troða mér aðeins niður. Holan beygist niður og til hliðar og þegar ég er komin smá niður verður þetta eins og gangur nema hann er innréttur eins og gamalt íslenskt hús. nema hvað allt er rosalega lítið (þetta er svona eins og mini model af húsi).

Ég verð hrædd og fer til baka en stelpurnar fara inn. Ég fer aftur í garðinn en þá er allt orðið ótrúlega dimmt og ég sé ekkert. ég verð rosalega hrædd en ég finn frænku mína (systir ömmu) hún fer með mig til ömmu.

Þá sé ég allt í einu á radarnum mínum (allt í einu er ég með radar sem fylgist með því hvar stelpurnar eru) að stelpurnar eru að koma en þegar þær koma eru þetta bara ljós sem fljúga til mín og hverfa svo.

Ég ákveð að fara og bjarga þeim frá holunni og fer að eyjunni. þegar ég kem inn fer ég inn í herbergi (allt er í venjulegri stærð núna) þar sé ég konu og hún segir mér að ég verði að velja og bendir á blóðugt barn í út horni. Það beygist til (svona eins og í grudge) og mig langar að bjarga því. En ég hleyp út úr herberginu.

ég fer í annað herbergi og þá fatta ég að það var auðvitað sá sem er saklausastur sem gerði “það”, kötturinn! Þá sé ég köttin hans kærasta míns og hann ræðst á mig. ég reyni að halda honum aftur með því að ýta á andlitið á honum og hleyp svo til baka um ganginn.

Gangurinn beygist til hægri og ég fer bak við horn því það er kona að reyna að skjóta ör á mig. hún hittir í hornið og ég kíki á hana til að hlægja að henni fyrir að hitta mig ekki en ég festist einhvernveginn og fer að detta á gólfið. ég veit að hún á eina ör eftir og ég hleyp niður ganginn.

Þá vaknaði ég.

Ég hef aldrei mikið trúað að draumar spá fyrir manni en það fór svo mikið í mig að báðar mömmur okkar kærasta míns hafa dreymt börn (nema mamma mín dreymdi systur mína að halda á barni) og mamma fór til spákonu og hún spáði fyrir barni.